Háskóli Íslands og einingar innan hans standa fyrir fjölbreyttum viðburðum á ári hverju sem tengjast starfi skólans og ekki síst rannsóknum.
Í mörgum tilvikum nægir að stofna viðburð í viðburðaskrá vefsins og birtast þá upplýsingar um viðkomandi viðburð á heimasíðu einingar og skólans sjálfs. Í sumum tilvikum er hægt að senda út boðskort og eru þau tvenns konar. Annars vegar er um að ræða rafrænt boðskort, sem sent er á tiltekin netföng og er það þá kortið hannað í html svo það birtist í vöfrum og í póstforritum. Hins vegar eru boðskortin í prentuðu formi.
Hér má sjá sýnishorn af hvoru tveggja.
Rafræn boðskort