Bréfsefni

Bréfsefni Háskóla Íslands er til staðar fyrir allar stjórnsýslueiningar Háskólans, fræðasvið og deildir. Bréfsefnið fær sérstöðu með mismunandi litum fræðasviðanna en sömu auðkenni (lógó) eru notuð í öllum útgáfum. Hægt er að hlaða bréfsefninu niður á vefsvæði Háskóla Íslands í Word-sniðskjölum sem unnt er að vista á tölvu notandans og hafa í framhaldinu sem sniðmát fyrir öll bréf í nafni viðkomandi starfsmanns og rekstrareiningar. Í hverju sniðskjali er tekið á myndrænni framsetningu, litasamsetningu og textauppsetningu.

Nauðsynlegt er að fylgja í einu og öllu stöðluðum kröfum um texta og liti en svið og deildir hafa einkennislit sem er undirtónninn í hverri tegund bréfsefnis. Letur er skilgreint inni í sniðskjalinu og er gert ráð fyrir Frutiger-letri í bréfsefni. Í þeim tilvikum þar sem slíkt letur er ekki til staðar á tölvu notandans er heimilt að styðjast við Arial. Einnig er unnt að forprenta bréfsefni og nota eftir því sem hentar. Sniðskjöl fyrir prentun eru til staðar í fjölmörgum prentsmiðjum, m.a. hjá Háskólaprenti, Odda og prentsmiðjunni Litrófi.

Á undirsíðunni hér til vinstri má nálgast skjöl með bréfsefni Háskóla Íslands ásamt bréfsefni einstakra fræðasviða og deilda.

Bréfsefni Háskóla Íslands

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru sýnd dæmi um notkun á auðkenni Háskólans í bréfsefni stofnunar sem tengist Háskóla Íslands. Annars vegar er hér sýnd notkun hjá stofnun sem er með sitt eigið auðkenni, og hins vegar hjá stofnun sem ekki er með eigið auðkenni:

Dæmi um bréfsefni fyrir stofnanir

 

 

Bréfsefni fyrir styrktarsjóði Háskóla Íslands:

Dæmi um bréfsefni fyrir styrktarsjóði

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is