Leiðbeiningar - beint úr tölvupósti

Leiðbeiningar þegar undirskriftir eru afritaðar beint úr tölvupósti:

1. Skyggið bæði undirskriftina og myndina og staðsetjið svo bendilinn á textasvæðinu (ef bendillinn er ekki staðsettur á textasvæðinu þegar afritað er (copy) þá skilar öll undirskriftin sér ekki þegar hún er svo límd (paste) í Lotus Notes):

Hægrismellið á músinni og afritið (copy).

 

2. Opnið Preferences í Lotus Notes:


 

3. Þar veljið þið Signature:


 

4. Hakið við "Rich Text" (sjá neðri rauðu píluna á myndinni hér að ofan).  Í hvíta reitinn límið þið (paste) undirskriftina og aðlagið svo textann að ykkar þörfum, þ.e. breytið nafni, titli, fræðasviði, staðsetningu, símanúmeri o.sfrv.

5. Ýtið svo á OK og þá á undirskriftin að vera komin inn.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is