Litir og letur

Litir

Litur Háskóla Íslands er blár og má sjá númer litarins hér að neðan. Heimilt er að nota silfurgráan lit sem hér er sýndur með öllum litum sem tákna háskólann og fræðasvið hans. Við hönnun á kynningarefni skólans er áhersla lögð á að fimm litir séu aðgreinandi fyrir fræðasviðin og að Aðalbygging Háskóla Íslands sé aðgreinandi tákn fyrir allt kynningarefni skólans. Litirnir eru skilgreindir hér með viðeigandi númerum. Markmið litaaðgreiningarinnar er að færa fræðasviðum háskólans sérkenni. Hugmyndin er sú að háskólinn fái þannig stílhreina ásýnd í kynningarefni sínu sem hefur samhæfð, skýr og vel undirbyggð skilaboð. Allt þverfræðilegt kynningarefni á vegum skólans fær bláan lit Háskóla Íslands. Þetta á við um stofnanir sem heyra ekki beint undir fræðasvið.

Litir hönnunarstðalsins

 

Letur

Letur Háskólans er Frutiger. Það skal notað í öllu útgefnu prentuðu efni eins og auglýsingum og bæklingum. Hér að neðan sjást þær útgáfur af Frutiger sem notaðar eru. Í þeim tilvikum sem Frutiger hefur ekki verið hlaðið niður á tölvunotanda er heimilt að nota Arial, t.d. í skyggnum og Word-skjölum. Aðferðir við að hlaða niður letri eru ólíkar eftir þeim hugbúnaðarkerfum sem eru notuð hverju sinni.Varðandi aðferðir við að hlaða letri niður í MicrosoftOffice er vísað á eftirfarandi slóð: https://support.office.com/en-us/article/Download-and-install-custom-fon...

Letur

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is