Myndbönd

Skjámynd úr upphafsstefi myndbanda

Mjög hefur færst í vöxt að einingar innan Háskóla Íslands framleiði myndbönd sem tengjast starfi skólans. Hér getur verið um að ræða upptökur af viðburðum eða myndbönd fyrir kynningu á einstökum námsleiðum, deildum eða stofnunum svo að dæmi séu tekin. 

Myndböndin eru afar mikilvæg í kynningarstarfi skólans því unnt er að hlaða þeim niður á ólík vefsvæði, eins og samfélagsmiðla, þar sem þau eru aðgengileg öllum í samfélaginu.

Afar mikilvægt er að öll myndbönd sem einingar innan Háskóla Íslands framleiða hafi upphafs- og lokastef sem tengi þau við háskólann.

Stefin eru aðgengileg hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is