Nafnspjöld í einkennislitum allra rekstrareininga Háskóla Íslands, með merki háskólans, eru til staðar fyrir stjórnsýslueiningar skólans, fræðasvið og deildir. Nafnspjöldin fá sérstöðu í mismunandi litum fræðasviðanna en sömu auðkenni eru notuð í öllum útgáfum með útfærslu fyrir hverja einingu. Heimilt er að hafa nafnspjald á erlendu tungumáli á öðrum fletinum en á íslensku á hinum. Sniðskjöl fyrir nafnspjöld Háskóla Íslands eru til staðar í fjölmörgum prentsmiðjum, m.a. hjá Háskólaprenti, Odda og prentsmiðjunni Litrófi.
Nafnspjöld á erlendum tungumálum
Heimilt er að hafa nafnspjald á erlendu tungumáli á öðrum fletinum en á íslensku á hinum. Sniðskjöl fyrir nafnspjöld Háskóla Íslands eru til staðar í fjölmörgum prentsmiðjum, m.a. hjá Háskólaprenti, Odda og prentsmiðjunni Litrófi.