Bakgrunnar fyrir fjarfundi

Starfsmönnum og nemendum sem taka þátt í fjarfundum fyrir hönd Háskólans býðst að einkenna sig með merki Háskólans í bakgrunni. Þannig má samræma ásýnd Háskólans út á við.

Bakgrunnana er hægt að nota með helstu fjarfundarkerfum, s.s. Teams og Zoom.

Sækja bakgrunn fyrir fjarfundi

Leiðbeiningar fyrir Teams

 1. Veldu More actions (punktana þrjá efst í fundarglugganum)
 2. Veldu Apply background effects.
 3. Þá færðu lista yfir bakgrunna sem þú getur notað.
 4. Til að bæta nýjum bakgrunni við safnið smellir þú á Add new.
 5. Finndu mynd í tölvuni sem þú vilt nota sem bakgrunn og tvísmelltu á hana.
 6. Þegar myndin er komin í bakgrunnasafnið velur þú hana og smellir á Apply.

Leiðbeiningar fyrir Zoom

 1. Farðu í Settings (smelltu á tannhjólið efst í horninu hægra megin).
 2. Veldu Background & Filters.
 3. Smelltu á plús-merkið, Add image or video.
 4. Veldu Add image.
 5. Finndu mynd í tölvunni sem þú vilt nota sem bakgrunn og tvísmelltu á hana.
 6. Þegar myndin er komin í bakgrunnasafnið smellir þú á hana. Þá birtist hún strax í bakgrunninum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is