Háskóli Íslands býður upp á sniðskjal fyrir kápur bakkalár- og meistararitgerða og skýrslna á öllum fræðasviðum skólans. Skjalinu er ætlað að auðvelda bæði nemendum, starfsfólki og prentsmiðjum frágang ritgerða og skýrslna og stuðla að samræmdu útliti þeirra. Skjalið er á PDF-formi en hægt er að fylla það út í samræmi við kröfur einstakra deilda og sviða.
Afar áríðandi er að allar einingar innan skólans fylgi reglum um útlit ritgerða og skýrslna.
-
Ath: Gætið að því að vista skjalið á tölvuna áður en það er opnað. Skjalið virkar ekki ef það er opnað í vafra heldur þarf að opna það í Acrobat Reader forritinu.
- Til þess að skjalið virki þarf notandi að hafa Acrobat Reader 9 eða nýrra sem hægt er að nálgast hér.
- Mjög nákvæmar leiðbeiningar er að finna í skjalinu sjálfu.
- Nemendur Lagadeildar, Félagsráðgjafadeildar, Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar þurfa að gæta þess að skrifa nafn leiðbeinanda í lið 5 í skjalinu.
Um sniðskjöl fyrir ritgerðir og innihald þeirra er vísað á heimasíður einstakra sviða og deilda.