PowerPoint kynningar

Háskóli Íslands býður forsniðin MS PowerPoint skjöl fyrir svið skólans, allar deildir og skólann í heild til að gera útlit á kynningarslæðum samræmdar. 

Eina sem gera þarf er að hlaða niður viðkomandi sniðskjölum á tölvuna sína og hefja svo smíði slæðukynninga eftir þörfum. Leitarvél er til staðar í Hönnunarstaðlinum þar sem einfalt er að afmarka sniðskjal eftir starfseiningu skólans, letri, tungumáli og tegund táknborða eða hauss.

Í grundvallaratriðum er um tvær gerðir sniðskjala að ræða, annað með föstum táknborða eða haus og hin með lausum. Í síðartalda tilvikinu er einfalt að láta táknborðann eða hausinn falla t.d. yfir myndefni sem notað er á slæðunni. Þetta er mikill kostur í útlitshönnun slæðukynninga.

Þá eru sniðskjölin í boði á tveimur tungumálum, ensku og íslensku, og einnig með samræmdri leturgerð/fonti skólans, þ.e. Frutiger. Þeir sem ekki hafa hlaðið þeirri leturgerð niður á tölvuna sína geta stuðs við Arial font sem er afar svipaður Frutiger.  

Við hvetjum notendur til að sækja námskeið í gerð MS PowerPoint kynninga.

Hér má nálgast sniðmátsskjöl fyrir Háskóla Íslands, stök fræðasvið auk deilda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is