Táknborði á kynningarefni

Tilgangur táknborða Háskóla Íslands, sem vísar til Aðalbyggingar HÍ, er að skapa samræmt og heilsteypt viðmót á heildarkynningarefni háskólans. Táknborði Háskóla Íslands er til staðar í bláum lit skólans, í gráa litnum (70% svart) og í litum fræðasviðanna. Í auglýsingum er borðinn gjarnan í bláum lit háskólans en þó er vikið frá því í atvinnuauglýsingum og í auglýsingum um viðburði þar sem borðinn er í litum fræðasviða. Það sama á við um prentgripi og skyggnukynningar en þar er borðinn í lit þess fræðasviðs sem á í hlut. Táknborðinn er að öllu jöfnu notaður sem hattur yfir kynningarefni háskólans. Leyfileg notkun borðans er skýrð með dæmum í Hönnunarstaðlinum.

Táknborði

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is