Vefir HÍ

Forsíða vefs Háskóla Íslands

Háskóli Íslands hefur markvissa stefnu varðandi veflausnir og leggur áherslu á að allir vefir skólans fylgi ýtrustu kröfum um staðla í útliti og hönnun. Allar síður í vef háskólans ásamt undirsíðum, síðum fræðasviða og deilda ásamt öllum sérvefjum skólans, byggjast á sniðskjölum sem tryggja að útlitsstöðlum háskólans sé fylgt í einu og öllu. Í hverju sniðskjali er tekið á myndrænni framsetningu, litasamsetningu, leiðakerfi og textauppsetningu.

Markmiðið er að vefir Háskóla Íslands mæti kröfum um skilvirka og góða þjónustu og veiti víðtækar upplýsingar um starfsemi skólans og allra eininga innan hans. Gerðar eru kröfur um samræmda og metnaðarfulla hönnun, fjölbreytt efni og beinar tengingar við innri kerfi háskólans, bæði í innri og ytri vef. Vefjum Háskóla Íslands er þannig ætlað að hækka þjónustustig, auka hagræði og einfalda hagsmunahópum að nálgast upplýsingar og vinna með þær. Forsíða vefsins er að vissu leyti miðlunargátt inn í sjálfstæða vefi fræðasviða og deilda.

Forsíða vefs Háskóla Íslands er án efa ein mikilvægasta síða allra vefja Háskólans. Hún er andlit Háskóla Íslands og það sem finna má á forsíðunni, leiðarkerfi, texta-og myndefni, ræður miklu um frekari áhuga og jafnvel viðhorf til háskólans. Þess vegna þarf heildarvefur Háskóla Íslands að endurspegla starfsemina með myndrænum hætti og í afar skýrum og markvissum texta. Leiðarkerfinu þarf að vera fylgt til hins ýtrasta. Uppbygging allra vefja og undirsíðna hvers vefs er í sama takti. Vefsíður skólans þurfa að endurspegla það lifandi starf sem fram fer innan skólans og skilaboðin eiga að vera skýr.

Forsíða heimasíðu Háskólans

Fréttasíða

Sniðskjal stýrir útliti og birtingu frétta á öllum vefjum Háskóla Íslands. Mikilvægt er að ákveðið fréttaefni af undirvefjum flæði inn á forsíðu en fréttaefni er flokkað eftir sviðum, deildum og ýmsum öðrum þáttum, sem einfaldar birtingu. Allar fréttir eininga innan háskólans eru stór hluti þeirra skilaboða sem háskólinn miðlar til hagsmunahópa og því liður í ímyndarsköpun skólans. Það skiptir því miklu að framsetning og úrvinnsla fréttanna sé afar vönduð. Hér er horft til málnotkunar, myndefnis og uppbyggingar texta.

Leturgerð vefsvæðis Háskóla Íslands er Arial 10 pt. og er með öllu óheimilt að víkja frá þeirri reglu. Myndræn framsetning er lykilatriði og er nauðsynlegt að hafa viðeigandi mynd með öllu fréttaefni. Innihald fréttanna tekur mið af því hvað almennt telst fréttnæmt, en öllum stundum þarf að hafa í huga að skilaboðin séu jákvæð, endurspegli öfluga kennslu og framsækið og metnaðarfullt vísindastarf.

Dæmi um frétt á vef HÍ:

Dæmi um frétt á vef HÍ

Vefborðar

Vefborðar eru æ mikilvægara tæki til að miðla upplýsingum og vekja þannig athygli á ýmsum þáttum í starfsemi Háskóla Íslands. Vefborðar eru öflugur auglýsingamiðill, ekki einungis á vefsíðum háskólans heldur einnig á ýmsum vefmiðlum sem njóta mikilla vinsælda hjá markhópum og almenningi. Háskóli Íslands hefur markvissa stefnu varðandi rafræna miðlun og leggur áherslu á að allir vefborðar sem unnir eru í nafni skólans og eininga innan hans fylgi ýtrustu kröfum um staðla í útliti og hönnun. Hér eru tekin dæmi um notkun og útlit vefborða Háskóla Íslands. Letur í netborðum skal vera Frutiger Roman og Frutiger light.

 

Dæmi um vefborða

Vefsíður fræðasviða

Síður fræðasviða byggjast á sniðskjölum sem tryggja að útlitsstöðlum háskólans sé fylgt. Í hverju sniðskjali er tekið á myndrænni framsetningu, litasamsetningu og textauppsetningu. Nauðsynlegt er að fylgja í einu og öllu stöðluðum kröfumum texta og liti en hvert fræðasvið hefur sinn sjálfstæða lit og deildirnar sömuleiðis. Letur vefsvæðis Háskóla Íslands er Arial 10 pt. og er með öllu óheimilt að víkja frá þeirri reglu.

Myndræn framsetning er lykilatriði og er nauðsynlegt að hafa mynd með öllu textaefni. Vefsíða hvers fræðasviðs er í raun gátt í undirsíður sviðsins og því þarf að huga að mörgum þáttum þannig að ekkert verði út undan og að forsíðan þjóni öllum þáttum starfseminnar með viðunandi hætti. Huga verður að því hvað vekur áhuga viðtakandans á sama tíma og deildir innan sviðsins fái svigrúm til að koma sér með einhverjum hætti á framfæri á forsíðunni.

 

Dæmi um vefsíðu fræðasviðs

 

Vefsíður deilda

Síður deilda hafa sniðskjöl sem tryggja að útlitsstöðlum háskólans sé fylgt. Í hverju sniðskjali er tekið á myndrænni framsetningu, litasamsetningu og textauppsetningu. Nauðsynlegt er að fylgja í einu og öllu stöðluðum kröfum um texta og liti en hver deild hefur einkennislit fræðasviðsins sem er undirtónn hverrar deildarsíðu. Letur vefsvæðis Háskóla Íslands er Arial 10 pt. og er með öllu óheimilt að víkja frá þeirri reglu. Myndræn framsetning er lykilatriði og er nauðsynlegt að hafa mynd með öllu textaefni.Vefsíða hverrar deildar er í raun gátt í undirsíður deildarinnar og því þarf að huga að mörgum þáttum þannig að ekkert verði út undan og að forsíðan þjóni öllum þáttum starfseminnar með viðunandi hætti.

 

Dæmi um vefsíðu deildar

 

Sérvefir

Háskóli Íslands hefur markvissa stefnu varðandi veflausnir og leggur áherslu á að allir sérvefir skólans, vefir verkefna og stofnana, fylgi ýtrustu kröfum um staðla í útliti og hönnun. Allir sérvefir Háskóla Íslands byggjast á sniðskjölum sem tryggja að útlitsstöðlum háskólans sé fylgt í einu og öllu. Í hverju sniðskjali er tekið á myndrænni framsetningu, litasamsetningu, leiðakerfi og textauppsetningu. Markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands veitir allar upplýsingar um innleiðingu og smíði á sérvefjum fyrir einingar innan skólans eða stofnanir sem honum tengjast.

Dæmi um vef stofnunar

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is