Veggspjöld

Veggspjöld Háskóla Íslands eru til staðar fyrir stjórnsýslueiningar háskólans, fræðasvið og deildir. Veggspjöldin fá sérstöðu með mismunandi litum fræðasviðanna en sömu auðkenni eru notuð í öllum útgáfum. Hægt er að hlaða sniðskjali fyrir veggspjöld niður á vefsvæði Háskóla Íslands í Word- og PowerPoint-sniðskjölum. Unnt er að vista þau á tölvu notandans og hafa í framhaldinu sem sniðmát fyrir öll veggspjöld í nafni viðkomandi starfsmanns og rekstrareiningar.

Í hverju sniðskjali er tekið á myndrænni framsetningu, litasamsetningu og textauppsetningu. Nauðsynlegt er að fylgja í einu og öllu stöðluðum kröfum um texta og liti en svið og deildir hafa einkennislit sem er undirtónninn í hverri tegund veggspjalds. Leturtegundir eru skilgreindar inni í sniðskjalinu og er gert ráð fyrir Frutiger-letri í veggspjöldum. Í þeim tilvikum þar sem slíkt letur er ekki til staðar á tölvu notandans er heimilt að styðjast við Arial. Skjalið skal vista sem PDF áður en það er prentað.

Veggspjöld

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is